- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst, Viktor, Aron, Elín, Steinunn, Odense, Axel, Herrem, Elías, Andersson, Gensheimer, Abbingh

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot, 30% hlutfallsmarkvarsla, þegar lið hans Kolding vann aldeilis kærkominn sigur á Skive, 29:26, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Kolding þurfti nauðsynlega á sigri að halda því það er í harðri baráttu við að forðast fall. Þegar Kolding á þrjá leiki eftir er liðið í 13. sæti af 15 liðum með 15 stig eins og Ringsted sem er í 14. sæti. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson fékk lítið að spreyta sig í marki GOG þegar liðið vann Fredericia, 33:30, í Fredericia í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni. GOG varð deildarmeistari í gærkvöld. Liðið hefur fimm stiga forskot á Aalborg þegar hvort lið á tvo leiki eftir. Aalborg vann Lemvig, 30:21, á útivelli í gærkvöld. Aron Pálmarsson kom lítið sem ekkert við sögu í leiknum. 
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varð sjö skot, 25%, þegar lið hennar Ringköbing tapaði fyrir Herning-Ikast í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld, 33:21. Ringköbing hafnaði í næst neðsta sæti deildarinnar og fer í umspilskeppni ásamt fjórum öðrum liðum til að forðast fall úr deildinni. 
  • Steinunn Hansdóttir kom ekkert við sögu hjá Skanderborg þegar liðið vann Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Skanderborg hafnaði í 11. sæti og fer einnig í umspilskeppnina eins og Ringköbing, Randers, Ajax og Aarhus United. 
  • Odense Håndbold varð deildarmeistari í úrvalsdeild kvenna en liðið er ríkjandi meistari í kvennaflokki í Danmörku. Odense-liðið hlaut 50 stig í 26 leikjum og var fimm stigum fyrir ofan Esbjerg. Herning-Ikast náði þriðja sæti, 11 stigum á eftir Odense. 
  • Axel Stefánsson þjálfari Storhamar varð að sætta sig við tap á heimavelli, 30:27, fyrir Sola í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Storhamar er engu að síður áfram í öðru sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Hin þekkta norska landsliðskona, Camilla Herrem, fór á kostum í liði Sola í leiknum og skoraði 12 mörk. Sola er í fjórða sæti með 34 stig, er fjórum stigum á eftir Storhamar. 
  • Elías Már Halldórsson og liðsmenn hans í Fredrikstad Bkl. gerðu jafntefli við Fana á útivelli, 29:29, í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Fredrikstad Bkl. er í áttunda sæti þegar þrír leikir eru eftir en átta efstu liðin leika í úrslitakeppninni í vor.
  • Mattias Andersson verður áfram samstarfsmaður Alfreðs Gíslasonar landsliðsþjálfara Þýskalands í handknattleik karla. Andersson hefur framlengt samning sinn við þýska sambandið og verður þar með markavarðaþjálfari karlalandsliðsins til ársins 2024.  Alfreð skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur. 
  • Uwe Gensheimer leikur ekki meira með Rhein-Neckar Löwen á keppnistímabilinu. Hann hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna hásinarmeiðsla. Gensheimer leitar nú bót meina sinna og stefnir á að mæta eldsprækur til leiks síðsumars. 
  • Hollenska handknattleikskonan Lois Abbingh er ekki kona einsömul um þessar mundir. Hún er þar með komin í leyfi frá danska meistaraliðinu Odense Håndbold.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -