- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aldeilis ekki dáinn, Zein, kaupauki fyrir HM, Knorr, Blanche, Solé

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Handknattleikssamband Norður Makedóníu sendi frá sér tilkynningu í fyrradag vegna fregna fjölmiðla í landinu af meintu andláti Ilija Temelkovski fyrrverandi þjálfara karlalandsliðsins. Óskað var eftir að fregnir af meintu andláti þjálfarans yrðu dregnar til baka hið snarasta enda væru þær fullkomlega úr lausu lofti gripnar. 
  • Temelkovski, sem er 71 árs, og stýrði landsliði Norður Makedóníu í nokkur ár, er við hestaheilsu. Nokkru eftir tilkynningu sambandsins sendi Temelkovski frá sér myndskilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði fregnir af dauða sínum væru stórlega ýktar. 
  • Egyptinn Al Zein gengur til liðs við Veszprém í sumar frá rúmenska liðinu Dinamo Búkarest. Balkan-handball segir frá þessu en sami fréttamiðill var fyrstur með fregnir af komu Arons Pálmarssonar til Veszprém í lok október á síðasta ári. Zein lék afar vel með Egyptum á HM í síðasta mánuði. 
  • Ríkisstjórn Króatíu samþykkti að hver einasti leikmaður karlalandsliðsins sem hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramótinu sem lauk fyrir rúmri viku verði verðlaunaður úr ríkissjóði með 12.500 evrum, jafnvirði 1,8 milljóna króna fyrir afrekið. 
  • Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr leikur ekki með RheinNeckar Löwen á næstunni. Knorr var meiddur á HM en tók þátt í leik og leik en gat ekki beitt sér af fullum krafti, einkum í síðustu leikjunum. 
  • Franskir fjölmiðlar segja frá því að forráðamenn Rhein-Neckar Löwen hafi borið víurnar í Hollendinginn Luc Steins hjá PSG til þess að fylla skarð Knorr. Enn sem komið er hefur þýska félagið ekki haft erindi sem erfiði. Knorr fer frá Rhein-Neckar Löwen í sumar og verður leikmaður Aalborg Håndbold. Steins er samningsbundinn PSG fram á mitt næsta ár. 
  • Sænski línumaðurinn Adam Blanche hefur samið við norska meistaraliðið Kolstad. Hann kemur til félagsins frá IK Sävehof í sumar á tveggja ára samningi. 
  • Spænski hægri hornamaðurinn Ferran Solé hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning vð franska meistaraliðið PSG. Hann kom til félagsins 2020 og hefur síðan leikið 215 leiki og skoraði 669 mörk, reynst mesti happafengur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -