- Auglýsing -
- Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark í sex skotum og átti þrjár stoðsendingar þegar Skara HF lagði Höörs HK H 65, 28:22, á heimavelli í 3. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Þetta var annar sigur Skara HF í þremur viðureignum í upphafi sænsku úrvalsdeildarinnar.
- Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði ekki mark fyrir Skara HF í leiknum í gær.
- Jóhannes Berg Andrason átti góðan leik þegar TTH Holstebro og Fredericia HK skildu jöfn, 31:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöld. Heimamenn jöfnuðu metin skömmu fyrir leikslok. TTH Holstebro var marki yfir í hálfleik, 17:16.
- Arnór Atlason er þjálfari TTH Holstebro. Liðið er í 6. sæti eftir sjö leiki með sjö stig. Viðureignin í gær var sú fyrsta í sjöundu umferð.
- Fredericia HK hefur hefur verið í basli í upphafi keppnistímabilsins. Uppsögn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar þjálfara á dögunum hefur enn sem komið er ekki breytt miklu. Liðið er með fimm stig í 11. sæti sæti af 14.
- Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -