- Auglýsing -
- Mattias Andersson hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari þýsku handknattleiksliðanna í karlaflokki. Í starfinu fylgir útvíkkun á fyrra starfi Svíans sem undanfarin ár hefur verið markvarðarþjálfari A-landsliðs karla. Í nýja starfinu bætast yngri landslið karla við starfssvið Svíans sem einnig verður áfram markvarðaþjálfari THW Kiel. Samningur Andersson við þýska handknattleikssambandsins er til þriggja ára.
- Austurríski landsliðmaðurinn Lukas Hutecek hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2026. Hutecek hefur verið leikmaður Lemgo í þrjú ár.
- Florian Kehrmann þjálfari Lemgo hefur einnig skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Hann hefur þjálfað lið félagsins í áratug.
- Lasse Andersson einn leikmanna danska gullliðsins á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði hefur skrifað undir nýjan samning við Füchse Berlin. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027. Andersson hefur leikið með Berlínarliðinu frá 2021.
- rthandball gerir því skóna að meistaraliðið SC Magdeburg hafi Færeyinginn Óla Mittún í sigtinu. Óli er með efnilegri handknattleiksmönnum í Evrópu og hefur gert það gott með færeyska landsliðinu og IK Sävehof. Hann er að hefja þriðja tímabilið með sænska meistaraliðinu.
- Talið er að Óli falli vel að leikskipulagi Magdeburg. Hætt er við að fleiri félög hafi áhuga á hinum 19 ára gamla Færeyingi en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að ungverska liðið Pick Szeged hafi einnig auga á Óla, ekki síst eftir að Svíinn Michael Apelgren tók við þjálfun ungverska liðsins í sumar. Apelgren fékk Óla til Sävehof á sínum tíma.
- Auglýsing -