- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Andri, Rúnar, Ýmir, Einar, Dagur, Grétar

Andri Már Rúnarsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Andri Már Rúnarsson lék afar vel með SC DHfK Leipzig og skoraði átta mörk, gaf eina stoðsendingu og var tvisvar vikið af leikvelli þegar lið hans tapaði fyrir Göppingen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 29:27. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig en hann lék eitt sinn með Göppingen. Leipzig hefur ekki vegnað sem best í vetur og fyrir vikið er liðið í 13. sæti af 18 liðum með 17 stig eftir 24 leiki af 34. 
  • Ýmir Örn Gíslason skoraði tvisvar fyrir Göppingen í sigurleiknum á Leipzig. Honum var einnig vikið af leikvelli í tvígang. Göppingen er í 14. sæti þýsku 1. deildarinnar, tveimur stigum á eftir Leipzig. 
  • Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Afbragðsframmistaða Einars Braga Aðalsteinssonar fyrir IFK Kristianstad í gærkvöld nægði liðinu ekki til sigurs á Hammarby í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Einar Bragi skoraði átta mörk og var markahæstur leikmanna IFK í leiknum í fimm marka tapi í Stokkhólmi, 31:26. 
  • IFK Kristianstad stendur höllum fæti eftir tvo tapleiki og verður að vinna næstu viðureign á heimavelli til þess að halda lífi í rimmunni. 
  • Dagur Gautason skoraði eitt mark úr vítakasti í sigurleik Montpellier, 29:25, á heimavelli Tremblay í frönsku 1. deildinni á heimavelli í gærkvöld. Dagur lék í 30 mínútur. 
  • Montpellier í þriðja sæti með 35 stig eftir 21 leik. Nantes er stigi fyrir ofan og á leik til góða eins og PSG sem er á toppnum með 37 stig. 
  • Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í marki Ivry og varði 13 skot, 48%, í síðari hálfleik gegn Nîmes á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ivry tapaði með níu marka mun 30:21, og rekur áfram lestina í deildinni með sjö stig eftir 21 leik af 30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -