- Auglýsing -
- Rússneska landsliðskonan Anna Sen fékk högg á vinstri ökkla í leik með Rostov Don gegn Kuban Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í liðinni viku. Hún verður frá keppni í fjórar til sex vikur og verður þar af leiðandi ekki með rússneska landsliðinu á EM í Danmörku í næsta mánuði. Þetta er annað áfallið sem rússneska landsliðið verður fyrir á skömmum tíma. Fyrir nærri hálfum mánuði sleit stórksyttan ungna Elena Mikhaylichenko krossband.
- Michael Biegler, annar þjálfari Bayer Leverkusen sem Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona leikur með, hætti í gær. Hann hefur verið þjálfari Leverkusen í um eitt ár ásamt Renate Wolf. Biegler og stjórnendur félagsins munu ekki hafa átt skap saman eftir því sem næst verður komist. Mikil óánægja er vegna þessa innan leikmannahóps Leverkusen enda fór forveri Bieglers skyndilega í burtu fyrir ári síðan. Einnig eftir að ágreining við stjórnendur félagsins.
- Leverkusen mætir Bietigheim á heimavelli annað kvöld. Óvíst er hver stýrir liðinu í leiknum en Wolf mun ekki eiga auðvelt með að stíga inn í hlutverkið eftir uppsögn Bieglers þar sem mikil óánægja kraumar í leikmannahópnum.
- Leikmenn karlaliðs Leipzig eru nú allir lausir úr einangrun eftir að hópsmit kom upp innan liðsins fyrir rúmum hálfum mánuði. Leikmenn byrjuðu að æfa í gær og stefna á að leika við Bjarka Má Elísson og félaga í Lemgo á sunnudaginn.
- Auglýsing -