- Auglýsing -
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr sex skotum þegar lið hans Amo HK vann óvæntan sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 28:25. Einnig gaf Arnar Birkir fimm stoðsendingar.
- Amo HK situr í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. Hammarby er í 3. sæti, stigi á eftir Kristianstad og Malmö.
- Hér fyrir neðan er samantekt frá leik Amo HK og Hammarby.
- Fjórmenningarnir Nils Lichtlein, Matthes Langhoff, Tim Freihöfer og Lasse Ludwig hafa allir framlengt samninga sína við þýska meistaraliðið Füchse Berlin til ársins 2030.
- Franski landsliðsmaðurinn Timothey N’Guessan er sagður hafa ákveðið að framlengja veru sína hjá Barcelona fram til ársins 2029. N’Guessan hefur um árabil verið einn sterkasti hlekkurinn í liði Barcelona. Landi hans Dika Mem er mun hinsvegar velta fyrir sér að kveðja Barcelona sumarið 2027 og flytja til Berlínar og leika með Füchse Berlin.
- Línumaðurinn Gianfranco Pribetić hefur verið seldur frá Stuttgart til GRK Ohrid í Norður Makedóníu. Pribetić ætlaði að yfirgefa Stuttgart næsta vor en stóðst ekki freistinguna að fara fyrr enda lyndaði honum ekki í Þýskalandi.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -


