- Auglýsing -
- Arnór Atlason þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro fagnaði sigri á Fredericia HK, 32:28, í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var í Fredericia. TTH Holstebro var sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12. Með sigrinum svöruðu leikmenn TTH Holstebro fyrir vonbrigðin með frammistöðuna gegn GOG í fyrstu umferð en Arnór var óánægður með leikmenn sína í þeim leik og lét þess m.a. getið í samtali við TV2.
- Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK sem unnið hefur einn leik og tapað einum í úrslitakeppninni til þessa en leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum.
- Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK í tapleiknum í gær. Liðið byrjaði illa og var t.d. 11:4 undir eftir 17 mínútur.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg AGF þegar liðið tapaði með átta marka mun fyrir Aalborg Håndbold, 35:27, í úrslitakeppni efstu átta liða dönsku úrvalsdeildinni í Álaborg í gær.
- Auk markanna fjögurra þá átti Donni fjórar stoðsendingar og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -