- Auglýsing -
- Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro unnu mikilvægan sigur í gær er þeir lögðu Ribe-Esbjerg, 29:27, á útivelli í 9. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Liðin voru jöfn að stigum fyrir viðureignina í sjöunda til áttunda sæti. Holstebro færðist upp í sjötta sæti, alltént í bili.
- Jóhannes Berg Andrason skoraði ekki mark fyrir TTH Holstebro í sigurleiknum í Esbjerg.
- Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk í fjórum skotum fyrir Ribe-Esbjerg og átti einnig tvær stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson markvörður var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg að þessu sinni.
- Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi HF Karlskrona í gærkvöld þegar liðið vann IF Hallby HK, 28:25, á útivelli í 9. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Karlskrona situr í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig, þremur stigum á eftir Hammarby sem trónir á toppnum ásamt Malmö.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




