- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Solberg, Balling, Tchaptchet, Lüdicke, megn óánægja

Arnór Atlason þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro og aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro mátti bíta í það súra epli að leikmenn hans töpuðu í gær á heimavelli, 35:34, fyrir grannliðinu Mors-Thy í upphafsleik 22. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var um leið fyrsti sigur Mors-Thy í deildinni frá 18. nóvember. Holstebro situr í 10. sæti af 14 liðum og er nokkuð frá áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn. 
  • Glenn Solberg þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til æfinga 11. til 16. mars. Ekki stendur til að Svíar leiki æfingaleiki á þessum tíma. Solberg segir mikilvægt að leikmenn kasti aðeins mæðinni enda sé framundan langt og strangt sumar með þátttöku á Ólympíuleikunum í París
  • Örvhenta skyttan Peter Balling, sem lék með danska landsliðinu um skeið, hefur framlengt samning sinn við Bjerringbro-Silkeborg sem vann bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni um síðustu helgi. Balling er 33 ára gamall og er afar lunkin skytta.
  • Spænska landsliðskonan Lysa Tchaptchet sem leikur með Evrópumeisturum Vipers Kristiansand hefur samið við danska liðið Odense Hånbold frá og með sumrinu, eftir því sem danskir fjölmiðlar greina frá. Vipers tilkynnti ásunnudag að Tchaptchet rói á ný mið að loknu keppnistímabilinu. 
  • Barbara Braun-Lüdicke, konan sem staðið hefur að baki þýska handknattleiksliðinu MT Melsungen árum saman, hefur ákveðið að hætta sem formaður stjórnar. Hún segist vera farin að eldast og tími sé kominn til að draga saman seglin.  Braun-Lüdicke ætlar að sitja áfram í stjórn en draga verulega úr afskiptum sínum. Samstarfsmaður úr fyrirtæki hennar verður stjórnarformaður félagsins. 
  • Stuðningsmannafélag þýska handknattleiksfélagsins FlensburgHandewitt hefur skrifað opið bréf til þýsku deildarkeppninnar þar sem margt í kringum úrslitahelgi bikarkeppninnar sem fram fer um miðjan apríl er gagnrýnt. M.a. þess sem óánægja er með er hátt miðaverð. Sagt að er að það kosti ekki undir 480 evrum (71 þús kr.) fyrir par og tvö börn að kaupa miða á leikina fjóra. Er þar þó um ódýrustu miðana að ræða. Gisting er sögð dýrari í Köln en í Hamborg. Nú verður leikið í Köln í fyrsta sinn. Ekki sé hugað eins vel að stuðningsmannaliðum félaganna. Auk þessa er lítill skilningur meðal stuðningsmannafélags Flensburg fyrir þeirri ákvörðun að flytja leiki úrslitahelgarinnar frá Hamborg til Kölnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -