- Auglýsing -
- Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, vann N-Lübbecke, 38:24, á heimavelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gær og situr áfram í efsta sæti deildarinnar með 32 stig eftir 21 leiki, þremur stigum á undan GWD Minden.
- Arnór Viðarsson og Tjörvi Týr Gíslason skoruðu ekki mark fyrir Bergischer HC í leiknum. Noah Beyer var atkvæðamikill eins og stundum áður og skoraði 11 mörk.
- Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði eitt mark í tveggja marka sigri IFK Kristianstad í heimsókn til IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kristianstad er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig eftir 23 leiki. Einar Bragi og félagar fá Arnar Birkir Hálfdánsson og samherja í Amo HK í heimsókn í 24. umferð deildarinnar á laugardaginn.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar í Aarhus Håndbold töpuðu fyrir EH Aalborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 27:26. Elín Jóna var í marki Aarhus Håndbold á lokakafla leiksins og varði fjögur skot, 31%.
- Aarhus Håndbold er í 10. sæti deildarinnar með 12 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Tapið færði EH Aalborg upp um eitt sæti, úr því neðsta.
- Auglýsing -