- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron, Bjarki, Sveinn, Hafþór, Strlek, Descat

Aron Pálmarsson leikmaður Aalborg Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson var valinn í lið 14. og síðustu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fór á miðviku- og fimmtudaginn. Aron átti stjörnuleik með Aalborg í sigurleik á Celje í Slóveníu, 34:31. Hann skoraði m.a. 10 mörk. 
  • Bjarki Már Elísson skorað fjögur mörk þegar lið hans Veszprém vann nauman sigur á Tatabánya, 28:27, á heimavelli Tatabánya í gærkvöld. Veszprém er í efsta sæti ungversku 1. deildarinnar með 34 stig eftir 17 leiki. Pick Szeged hefur einnig 34 stig en hefur tapað einni viðureign af 18. Tatabánya er í þriðja sæti með 25 stig og Íslandsvinirnir í Ferencváros (FTC) sitja í fjórða sæti með 21 stig. 
  • Sveinn Andri Sveinsson skoraði fimm mörk og var næst markahæstur hjá Empor Rostock í gær þegar liðið steinlá fyrir Nordhorn, 29:19. Leikurinn fór fram á heimavelli Nordhorn. Rostock er í næsta neðsta sæti 2. deildar með 10 stig eftir 23 leiki. Liðið er fimm stigum á eftir Konstanz sem er næst fyrir ofan. Þrjú lið falla úr 2. deild í vor.
  • Leikmönnum ØIF Arendal tókst að rétta skútuna aðeins af í gær eftir skrykkjótta siglingu upp á síðkastið. ØIF Arendal vann botnlið norsku úrvalsdeildarinnar, Haslum, með tveggja marka mun á útivelli, 30:28. Arendal er eftir sem áður í áttunda sæti deildarinnar. Hafþór Már Vignisson skoraði ekki mark fyrir ØIF Arendal að þessu sinni.  
  • Króatískir fjölmiðlar sögðu frá því um helgina að Manuel Strlek hafi í hyggju að snúa heim í sumar og ganga til liðs við RK Nexe. Strlek er nú samningsbundinn Veszprém en samningurinn gengur út í lok leiktíðar. RK Nexe hefur verið í sókn í síðustu árin og náð góðum árangri í Evrópudeildinni en ekki tekist að vinna meistaratitilinn af PPD Zagreb sem hefur einokað meistaratitilinn í Króatíu síðustu þrjá áratugi. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Hugo Descat er nýlega byrjaður að leik á ný eftir langvarandi meiðsli í hné. Nú er óttast að hann verði á ný lengi frá keppni eftir að hafa meiðst á hné á föstudagskvöld í leik með Montpellier í frönsku 1. deildinni. Meiðslin sem Descat varð fyrir að þessu sinni eru í hægra hné en áður hafði hann meiðst illa á vinstra hné. Descat var í stóru hlutverki í franska landsliðinu þegar það varð Ólympíumeistari í Japan sumarið 2021.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -