- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Babb komið í bátinn, Carlsbogård, Sagosen, Prost, Ben Ali

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Babb er komið í bátinn hjá þýska handknattleikssambandinu við skipulagningu Evrópumeistaramóts karla í handknattleik sem fram fer 10. til 28. janúar 2024. Komið er upp úr dúrnum að ný keppnishöll í München verður ekki tilbúin áður en mótið hefst. Af þeim sökum standa yfir viðræður við yfirvöld í borginni um að leikið verði í Ólympíuhöllinni í staðinn.
  • Til stendur að leikir í C og F-riðlum fari fram í München í fyrsta hluta keppninnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Evrópu er gert ráð fyrir að Ísland leiki í C-riðli ef Ísland vinnur sér keppnisrétt á mótinu og að Danir verði í F-riðli. Undankeppnin hefst í október.
  • Góðar vonir standa til þess að samningar náist við yfirvöld í München um að leika í Ólympíuhöllinni. Einnig stendur til að Berlín, Hamborg, Köln og Mannheim verði vettvangur EM 2024 auk Merkur Spiel Arena knattspyrnuvallarins í Düsseldorf þar sem til stendur að upphafsleikur mótsins fari fram að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum.
  • Jonathan Carlsbogård fyrrverandi samherji Bjarka Más Elíssonar landsliðsmanns hjá þýska liðinu Lemgo hefur skrifað undir þriggja ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Koma Svíans til Katalóníuliðsins hefur legið í loftinu undanfarna mánuði. Bjarki Már og Carlsbogård voru í mjög stórum hlutverkum hjá Lemgo á síðustu þremur árum og þess vegna er brotthvarf þeirra þungt högg fyrir félagið. Bjarki Már samdi sem kunnugt er við ungverska liðið Veszprém í vor.
  • Norski handknattleiksmaðurinn Sander Sagosen gekkst undir aðra aðgerð á ökkla um miðja vikuna. Þrátt fyrir bakslag þá standa vonir til að Sagosen verði mættur til leiks eftir fimm til sex mánuði. Það mun hinsvegar betur skýrast eftir því sem endurhæfingu vindur fram á næstu mánuðum.
  • Slóvenski markvörðurinn Primoz Prost hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Ystad. Hann hefur síðustu árin leikið í Þýskalandi m.a. með Göppingen og Stuttgart.
  • Youssef Ben Ali sem lék með Barcelona stóran hluta síðasta keppnistímabils verður samherji Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, hjá PAUC í Frakklandi á næsta tímabili. Ben Ali er öflugur varnarmaður. Hann er ættaður frá Túnis en er ríkisborgari Katar og landsliðsmaður. Ben Ali kom til Barcelona í nóvember og hljóp þá í skarðið vegna meiðsla í leikmannahópi Evrópumeistaranna. Hann varð laus mála hjá Barcelona í lok keppnistímabilsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -