- Auglýsing -
- Handknattleiksmaðurinn Max Beneke hefur verið lánaður í eitt ár frá meistaraliðinu Füchse Berlin til Eisenach. Beneke þykir lofandi handknattleiksmaður en fékk fá tækifæri hjá Berlínarliðinu á síðasta tímabili vegna Danans Mathias Gidsel sem fór með himinskautum. Beneke hefur leikið þrjá A-landsleiki og vonar að með fleiri tækifærum hjá félagsliði eigi hann meiri möguleika á tækifærum með þýska landsliðinu.
- Nicole Roth, markvörður, verður liðsfélagi Andreu Jacobsen, Díönu Daggar Magnúsdóttur og Elínar Rósu Magnúsdóttur hjá Blomberg-Lippe á komandi leiktíð. Roth var markvörður HB Ludwigsburg á síðustu leiktíð en var sagt upp samningi hjá félaginu fyrr í mánuðinum þegar ljóst var að rekstur félagsins stóð á brauðfótum. DMV Group studdi Blomberg-Lippe sérstaklega til þess að félagið ætti þess að kost að semja við markvörðinn. Blomberg-Lippe hefur þar með á að skipa þremur góðum markvörðum.
- Ennþá eru 10 úr fyrrverandi leikmannahópi HB Ludwigsburg án samnings en um hálfur mánuður er liðinn síðan félagið sagði upp samningum sínum.
- Franska landsliðskonan Coralie Lassource leikur ekki með landsliðinu á HM undir árslok. Hún er ólétt. Auk landsliðsins hefur Lassource leikið með Bretóníuliðinu Brest frá 2019.
- Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen leikur ekki með Aalborg Håndbold næstu þrjá mánuði. Hann þarf að fara í læknisaðgerð vegna bilunar á liðbandi í þumalfingri. Sagosen hefur verið töluvert frá keppni á árinu. Hann meiddist á HM í janúar og var frá keppni um skeið eftir það.
- Auglýsing -