- Auglýsing -
- Sænska handknattleikssambandið hefur tilkynnt að úrslitahelgi bikarkeppninnar í handknattleik karla fari fram í Halmstad Arena 28. og 29. mars á næsta ári.
- Marklínumyndavélar verða fyrir hendi í öllum mörkum á keppnisvöllum þar sem leikið verður í efstu deild þýska handknattleiksins á leiktíðinni sem hófst á miðvikudaginn. Tvær hágæðamyndavélar verða í öllum mörkum. Þær eiga aðstoða dómara við að meta hvort mark hafi verið skoraði eður ei, leiki vafi á.
- Tæknin hefur verið fyrir hendi í nokkur ár en vegna kostnaðar hefur ekki verið ráðist í gera myndavélarnar að skyldu fyrr en nú. Undanfarin ár hefur tæknin verið nýtt í leikjum úrslitahelgar bikarkeppninnar og eins í meistarakeppninni í upphafi leikársins. Ákveðið var í vor að stíga skrefið til fulls frá og með þessu keppnistímabili.
- Í nýjum hlaðvarpsþætti á vegum danska blaðsins Viborg Stifts Folkeblad er þess freistað að varpa ljósi á óróa sem skapaðist innan danska liðsins Viborg sem lauk á dögunum með því að Christina Pedersen markahæsti leikmanni liðsins var sagt upp og þjálfarinn Ole Bitsch gafst upp og tók hatt sinn og staf. Í hlaðvarpinu kemur m.a. fram að Pedersen hafi verið eiginhagsmunaseggur innan liðsins og rekist illa í hóp.
- Upp úr sauð innan hópsins síðla í maí þegar félagið tilkynnti að Pedersen hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Nokkru áður hafði Viborg tapað síðasta leik sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Frammistaðan í leiknum ölli gremju innan hópsins. Ólgan kom ekki af alvöru upp á yfirborðið fyrr en síðla í júlí þegar æfinga hófust á nýjan leik. Þá hafi leikmenn sett stjórnendum Viborg afarkosti og um að losa sig við Pedersen. Að öðrum kosti neituðu leikmenn að sinna æfingum.
- Pedersen hefur skellt skuldinni og félagið og samherja sína. Víst að er að sjaldan velur einn þá tveir deila.
- Pedersen gekk til liðs við Larvik í Noregi í byrjun vikunnar. Hún skoraði þrjú mörk úr vítaköstum í fyrsta leik sínum fyrir liðið í gær í eins marks sigri á Gjerpen, 24:23, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.
- Auglýsing -