- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Birtalan, Tournat, Maqueda, Monar

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Rúmenski handknattleiksmaðurinn og þjálfarinn, Ștefan Birtalan, lést á dögunum 75 ára gamall. Alþjóða handknattleikssambandið sagði frá andláti hans. Birtalan er ein mesta stórskytta handboltasögunnar og einn fremsti handknattleiksmaður sinnar samtíðar.
  • Birtalan varð heimsmeistari með rúmenska landsliðinu 1970 og 1974 auk þess að vinna til silfur- og bronsverðlauna á þrennum Ólympíuleikum, 1972, 1976 og 1980.  Birtalan  var markakóngur HM 1974 með 43 mörk. Alls lék Birtalan 231 landsleik og skoraði í þeim 993 mörk. Óhætt er að segja að hann hafi verið ein helsta stjarna evrópsks handknattleiks á níunda áratugnum. 
  • Birtalan æfði blak frá barnsaldri og lengi stefndi í að hann myndi helga sig þeirri íþrótt. Svo fór ekki.  Birtalan lék með Rapid CFR Jibou, Minaur Baia Mare og Steaua București í heimalandi sínu og vann m.a. Evrópukeppni meistaraliða 1977 með síðastnefnda liðinu. Undir lok ferilsins fékk Birtalan tækifæri til þess að leika utan heimalandsins og var spilandi þjálfari hjá Tuscany Follonica á Ítalíu 1985/1986. Skoraði hann m.a. 34 mörk í einum leik liðsins. 
  • Birtalan var kjörinn handknattleiksmaður ársins 1974, 1976 og 1977 af Alþjóða handknattleikssambandinu. Síðar þjálfaði Birtalan m.a. rúmenska landsliðið, Steaua București og landslið Katar frá 1994 til 1999. Birtalan hætti þjálfun 2002 vegna heilsubilunar en starfaði áfram fyrir félagið.
  • Franski landsliðsmaðurinn Nicolas Tournat flytur heim til Frakklands í sumar eftir nokkurra ára veru hjá Industria Kielce í Póllandi. Tournat hefur samið við Nantes í Frakklandi og verður þar með liðsfélagi Viktors Gísla Hallgrímssonar landsliðsmarkvarðar. 
  • Böggull fylgir skammrifi vegna þess að Jorge Maqueda og Theo Monar kveðja Nantes og gerast liðsmenn Industria Kielce. Línumaðurinn Monar hefur samið til þriggja ára en Spánverjinn til tveggja ára.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -