- Auglýsing -
- Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk í öruggum sigri One Veszprém á tyrkneska liðinu Besiktas, 38:28, í fyrstu umferð æfingamóts í Bosníu í gær. Bjarki Már byrjaði leikinn í gær. One Veszprém var sjö mörkum yfir í hálfleik. Ungverska stórliðið er væntanlegt til Íslands 26. ágúst til að taka þátt í kveðjuleik Arons Pálmarssonar.
- Andri Már Rúnarsson heldur áfram að fara á kostum með HC Erlangen í æfingaleikjum. Hann skoraði níu mörk þegar HC Erlangen vann TV Großwallstadt, 37:28, æfingaleik í gær. Viggó Kristjánsson og Maciej Gebala léku ekki HC Erlangen vegna veikinda. Fyrirliðinn Sebastian Firnhaber fyrirliði Erlangen mætti til leiks eftir meiðsli. Uppselt var á leikinn í gær sem fram fór í keppnishöll í Dettelbach.
- Evrópumeistarar SC Magdeburg tilkynntu í gær að spænski markvörðurinn Sergey Hernandez kveður félagið næsta vor. Hávær umræða hefur verið um brottför Hernandez síðustu vikur og hann sagður á leið til Barcelona og verða liðsfélagi Viktors Gísla Hallgrímssonar þegar Emil Nielsen fer til Veszprém í Ungverjalandi næsta sumar.
- Hernandez kom til Magdeburg fyrir tveimur árum frá Benfica í Portúgal. Hann lék stórt hlutverk í úrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeildinni í Köln 15. júní sl.
- Fleiri fréttir af markvörðum og vistaskiptum þeirra næsta sumar. Rodrigo Corrales landsliðsmarkvörður Spánar ætlar að ganga til liðs við PSG næsta sumar eftir nokkurra ára vist hjá One Veszprém. Eins og handbolti.is hefur áður sagt frá kveður Daninn Jannick Green franska meistaraliðið PSG næsta sumar og flytur heim til Danmerkur og gengur til liðs við HØJ á Sjálandi.
- Auglýsing -