- Auglýsing -
- Bjarki Finnbogason hefur gert skammtímasamning við Anderstorps sem leikur í næst efstu deild sænska handknattleiksins en margir leikmenn liðsins eru meiddir um þessar mundir. Bjarki lék með liði félagsins á síðustu leiktíð og þekkir vel til í herbúðum þess. Hann samdi hinsvegar ekki aftur við félagið í sumar og flutti til Malmö en ætlar nú að hlaupa undir bagga hjá gömlu samherjunum.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Amo þegar liðið steinlá fyrir IF Hallby HK, 37:21, í 7. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Amo HK er í 10. sæti með sex stig eftir sjö leiki.
- Hvorki Dagur Sverrir Kristjánsson né Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu fyrir HF Karlskrona í gærkvöld í jafnteflisleik, 31:31, gegn Helsingborg á útivelli í sænsku úrvalseildinni í handknattleik. Þorgils Jón Svölu Baldursson var ekki í leikmannahópi Karlskrona að þessu sinni. Phil Döhler kom ekkert við sögu í leiknum. Hann sat á meðal varamanna Karlskrona frá upphafi til enda leiksins.
- Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk í 27:27 jafntefli Skara HF gegn Sävehof á heimavelli í gær í upphafsleik 5. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar. Þetta var fyrsta stigið sem Sävehof tapar á leiktíðinni. Skara er á hinn bóginn með þrjú stig í níunda sæti.
- Auglýsing -