- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Aron, Janus, Dana, Ólafur, Döhler, Arnar, Tryggvi

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður og leikmaður Veszprém er kominn á fulla ferð eftir meiðsli. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir One Veszprém HC í enn einum stórsigri liðsins í ungversku 1. deildinni. Að þessu sinni lágu leikmenn Eger í valnum, 47:31. Staðan í hálfleik var 24:14. Aron Pálmarsson var með Veszprém en skoraði ekki mark. Vespzprém hefur tveggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar með 32 stig eftir 17 leiki. Pick Szeged er í öðru sæti.
  • Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk í tíu marka sigri Pick Szeged á CYEB–Budakalász, 34:24, á heimavelli í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði og félagar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda, m.a. voru þeir með sex marka forskot í hálfleik, 16:10.
  • Dana Björg Guðmundsdóttir var markahæst hjá Volda með sjö mörk þegar liðið vann Åsane, 25:24, á útivelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Leikmenn Åsane voru harðir í horn að taka í leiknum, voru marki yfir í hálfleik og skoruðu fjögur síðustu mörkin.
  • Volda er efst með 39 stig eftir 21 leik, er þremur stigum á undan Aker. Fjellhammer er í þriðja sæti með 35 stig en hefur lokið 20 leikjum af 26.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir HF Karlskrona þegar liðið vann Guif, 27:25, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði ekki marki fyrir Karlskrona. Markvörðurinn Phil Döhler stóð í marki liðsins hluta leiksins og varði sex skot, 37,5%.
  • Karlskrona er í þriðja sæti deildarinnar þegar flest liðin eiga eftir þrjá leiki. Karlskrona er með 28 stig eftir 23 leiki og er tveimur stigum á eftir Malmö sem er í öðru sæti. Ystads IF er sem fyrri lang efst, sjö stigum á undan Malmö.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK unnu langþráðan sigur í gær þegar þeir lögðu neðsta lið deildarinnar, Skånela IF, á útivelli, 34:31. Arnar Birkir skoraði fimm mörk. Amo er í 12. sæti af 14 liðum með 16 stig.
  • Tryggvi Þórisson og félagar í IK Sävehof sóttu hvorki gull né stig í greipar leikmanna HK Malmö í gær í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þeir töpuðu, 31:25. Tryggvi skoraði ekki mark en kom eitthvað við sögu í vörninni. Sävehof situr í sjötta sæti með 26 stig og á þrjá leiki eftir áður en kemur að úrslitakeppninni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -