- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Berta, Óðinn, Elvar, Ágúst, Harpa, annar Bjarki

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði þrisvar sinnum fyrir Telekom Veszprém þegar liðið vann HE-DO B.Braun Gyöngyös, 41:33, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þetta var 17. sigur Telekom Veszprém í deildinni. Liðið er sex stigum fyrir ofan Pick Szeged sem hefur tapað tveimur leikjum. 
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark fyrir Kristianstad þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Sävehof, 33:24, í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær. Kristianstad mætir Önnereds í leiknum 3. sætið í dag. Sävehof og H65 Höör eigast við úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fer í Alingsås
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark þegar Kadetten Schaffhausen vann Pfadi Winterthur, 30:28 á heimavelli í svissnesku A-deildinni. Kadetten er efst í deildinni með 43 stig, átta stigum meira en HC Kriens.
  • Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti fimm stoðsendingar í sex marka tapi Ribe-Esbjerg á heimavelli í gær þegar Skjern kom í heimsókn, 32:26. Ágúst Elí Björgvinsson var í leikmannahópi Ribe-Esbjerg í fyrsta sinn eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. Ribe-Esbjerg er í sjöunda sæti með 23 stig eftir 22 umferðir af 26. Skjern er stigi ofar. 
  • Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark og var tvisvar vikið af leikvelli þegar GC Amicitia Zürich vann Yellow Winterthur, 30:23, í A-deild kvenna í Sviss. GC Amicitia Zürich er í þriðja sæti þeirra sem eru í sex liða hóp sem kljást um meistaratitilinn en deildinni var skipt upp í tvo hluta eftir áramótin. 
  • Bjarki Finnbogason og samherjar í Anderstorps SK töpuðu á heimavelli í gær fyrir Skånela IF í Allsvenskan, næst efstu deild sænska handknattleiksins, 29:27. Bjarki  skoraði tvö mörk. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni sitja Bjarki og liðsmenn Anderstorps SK  í 11. sæti af 14 liðum. Fari fram sem horfir mun Anderstorps SK leika í umspili um áframhaldandi veru í deildinni. Stutt er þó í liðin fyrir ofan en einnig er ekki langt í neðstu liðin sem falla svo ljóst er að Bjarki og félagar verða að herða upp hugann í næstu leikjum til að færast ofar í stöðutöflunni.
  • Stöður margra deilda í evrópskum handknattleik er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -