- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Ihor, Magnús, Gauti, Ortega, Isaksen, Madsen, Hüttenberg bjargað

Bjarki Már Elísson leikmaður íslenska landsliðsins og ungverska liðsins Telekom Veszprém. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém urðu í gær fyrstir til þess að vinna Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 41:36. Leikurinn fór fram á heimavelli í Barcelona sem gerir sigurinn enn athyglisverðari. Bjarki Már skoraði ekki marki í leiknum i Barcelona.
  • Veszprém og Barcelona er efst og jöfn í B-riðli Meistaradeildar með 10 stig hvort eftir sex umferðir. GOG og Magdeburg eru næst á eftir með átta stig. 
  • Ihor Kopyshynskyi lék ekki með Aftureldingu gegn Gróttu í Olísdeild karla vegna veikinda. Þetta er annar leikurinn í röð sem Kopyshynskyi  verður af vegna veikinda en hann var einnig fjarri góðu gamni í sigurleik Aftureldingar á norska liðinu Nærbø á laugardaginn. 
  • Magnús Óli Magnússon lék ekki með Val gegn Haukum í viðureign liðanna í Origohöllinni í gærkvöld. Hann er meiddur.
  • Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var heldur ekki með Fram gegn HK í Olísdeildinni í gær. 
  • Carlos Ortega hefur framlengt samning sinn um þjálfun karlaliðs Barcelona í handknattleik fram til ársins 2026. Ortega tók við þjálfun Barcelona sumarið 2021 þegar Xavi Pascual sagði starfi sínu lausu eftir sigursælan feril. Ortega lék með Barcelona á sínum yngri árum, 1994 til 2005. Eftir að skórnir fóru upp á hillu þjálfaði Ortega víða áður en hann kom á ný til Barcelona, m.a. Ungverjaland, Danmörku og í Þýskalandi auk þess að vera forveri Dags Sigurðssonar í stóli landsliðsþjálfara Japan.
  • Norska landsliðskonan  Sanna Solberg-Isaksen hefur skrifað undir nýjan samning við danska meistaraliðið Team Esbjerg. Samningurinn gildir til ársins 2026. Solberg er 33 ára gömul og gekk til liðs við Esbjerg 2017. Hún leikur í hægra horni og er systir Silje Solberg landsliðsmarkvarðar Noregs
  • Mathias Madsen tók við þjálfun karlaliðs Skjern í fyrradag en félagið mörgum íslenskum handknattleiksmönnum að góðu kunnugt. Skjern hefur um árabil verið eitt öflugasta handknattleikslið Danmerkur og þykir mjög til fyrirmyndar í rekstri. Madsen tók við þjálfun af Henrik Kronborg sem ætlaði að hætta næsta vor en félagið ákvað að láta gott heita fyrr. Kronborg tók við þjálfun af Patrekri Jóhannessyni snemma árs 2020
  • Forráðamenn þýska 2. deildarliðsins TV Hüttenberg hafa bjargað félaginu frá fjárhagslegu skipbroti en í það stefndi fyrir nokkrum vikur. Skuldir höfðu safnast upp hjá félaginu, um 500.000 evrur jafnvirði um 75 milljóna króna. Ástæða skuldanna var tekjufall meðan covid gekk yfir. Nú hefur tekist að skrapa saman fyrir skuldunum og félagið getur þar með rekið lið sitt áfram.
  • Lið Hüttenberg leikur í næst efstu deild þýska handknattleiksins. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfaði hjá Hüttenberg frá 2015 til 2017 og reif liðið upp úr 3. deild og upp þá efstu á þeim árum. Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson lék með liðinu á þeim árum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -