- Auglýsing -
- Bjarki Már Elísson lék í 12 mínútur með One Veszprém í gær þegar liðið hóf titilvörnina í ungversku úrvalsdeildinni með stórsigri á CYEB-Budakalász, 45:32, á útivelli. Bjarki Már skoraði þrjú mörk í fjórum skotum.
- Á sama tíma voru Janus Daði Smárason og liðsfélagar í Pick Szeged að leik sinn þriðja leik í ungversku úrvalsdeildinni. Þeir unnu PLER-Budapest, 44:32. Janus Daði lék með í tæpar 27 mínútur og skoraði þrjú mörk í sex skotum. Pick Szeged unnið allar viðureignir sínar til þessa.
- Næstu leikir One Veszprém og Pick Szeged verður í vikunni þegar keppni hefst í Meistaradeild Evrópu.
- Stiven Tobar Valencia var ekki í leikmannahóp Benfica í gær þegar liðið vann CF Os Belenenses með 12 marka mun á heimavelli, 37:25, í fyrstu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik.
- Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar ásamt Markus Pütz, tapaði fyrir Stuttgart á útivelli, 35:28, í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í gær. Nýliðar Bergischer HC hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni til þessa.
- Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Elbflorenz þegar liðið tapaði fyrir Balingen-Weilstetten, 42:36, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Viktor átti einnig tvær stoðsendingar. Elbflorenz hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni á nýhafinni leiktíð.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -