- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, Bjatur Már, Appelgren, Hansen, Mensing, Mortensen

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Lemgo. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson var vitanlega í liði 24. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa farið nánast með himinskautum á sunnudaginn þegar Lemgo vann Wetzlar, 29:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már skoraði 12 mörk í 13 tilraunum í leiknum. Aðeins eitt markanna var úr vítakasti. Hann er þar með orðinn efstur á lista yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 156 mörk, fimm fleiri en næstu menn. 
  • Bjartur Már Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir StÍF þegar liðið tapaði í Høllin á Skála fyrir KÍF frá Kollafirði í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn, 30:21. StÍF er í fimmta sæti af sjö liðum deildarinnar. 
  • Sænski markvörðurinn Mikael Appelgren mætti til leiks á ný á sunnudaginn með Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur verið frá keppni í tvö ár vegna meiðsla. 
  • Mikkel Hansen leikur ekki með franska meistaraliðinu næstu fjórar til sex vikur vegna viðgerðar á hné vegna liðþófameisla sem hafa hrjáð hann um nokkurt skeið. Hansen mun m.a. verð af leikjum PSG í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar af þessum sökum. Aðgerðin verður gerð í Danmörku, eftir því sem Handnews í Frakklandi greinir frá. 
  • Dönsku handknattleiksmennirnir Aaron Mensing og Casper U. Mortensen leika vart með danska landsliðinu á fjögurra liða móti í vikunni. Báðir greindust þeir með covid í gær. Þetta er sérlega í óheppilegt fyrir Mortensen sem sá fram á að leika sína fyrsta landsleiki í þrjú ár en meiðsli héldu honum frá keppni á annað ár og síðan hefur honum ekki tekist að endurheimta sæti sitt í landsliðinu fyrr en nú.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -