- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi Bjarki Már, Ólafur, Baur, dómar

Bjarki Már Elísson leikmaður ungverska stórliðsins Veszprém. Mynd/P. Roland - Facebooksíða Veszprém
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði ekki mark fyrir Veszprém þegar lið hans tapaði í fyrsta sinn á leiktíðinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöld í heimsókn til PPD Zagreb, 29:26. PSG komst í efsta sæti A-riðils með sigri á GOG á heimavelli á sama tíma, 40:35. PSG hefur 14 stig eftir átta leiki. Veszprém er stigi á eftir. 
  • Barcelona endurheimtu efsta sæti B-riðils þegar liðið lagði Kiel, 26:24, í Palau Blaugrana í Barcelona. Barcelona hefur 15 stig eftir átta leiki og er stigi á undan Kielce sem komst um stund í efsta sætið í gærkvöld með sigri á Elverum, 27:26, eins og áður var greint frá á handbolti.is
  • Ólafur Andrés Guðmundsson varð að sitja utan liðs GC Amicitia Zürich þriðja leikinn í röð vegna lítilsháttar meiðsla í gærkvöld þegar  GC Amicitia Zürich tapaði á heimavelli fyrir Wacker Thun, 31:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli í  GC Amicitia Zürich. Liðið féll úr fjórða sæti niður í það fimmta. Suhr Aarau laumaðist upp í fjórða sæti. 
  • Markus Baur tók í gær við þjálfun þýska karlaliðsins Göppingen eftir að Hartmut Mayerhoffer var látinn taka pokann sinn í gærmorgun, nokkrum klukkustundum eftir að Göppingen vann Tatran Presov í Evrópudeildinni. Árangur Göppingen í þýsku 1. deildinni hefur valdið vonbrigðum á leiktíðinni. Liðið er í 16. og þriðja neðsta sæti með sjö stig að loknum 14 leikjum. Göppingen hafnaði í fimmta sæti á síðasta tímabili.  
  • Baur verður við stjórnvölin í kvöld þegar Göppingen tekur á móti HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mayerhoffer er fjórði þjálfari liðs í þýsku 1. deildinni sem leystur er frá störfum á keppnistímabilinu. Hann hafði þjálfað liðið frá sumrinu 2018. 
  • Tveir karlmenn og ein kona voru í fyrradag dæmd samtals í 52 ára fangelsi fyrir morðið á króatíska handknattleiksmanninum Denis Tot fyrir utan veitingastað í Skopje í Norður Makedóníu í apríl. Tot var 28 ára gamall og hafði leikið með RK Butel Skopje um nokkurt skeið þegar á hann var ráðist og barinn til ólífis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -