- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bogdan, Guðbjörn, Arnór, Guðjón, Elliði, Fraatz, Bellahcene

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bogdan Dumitrel Ana Gherman og Guðbjörn Ólafsson dæmdu sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í gærkvöld þegar þeir héldu uppi röð og reglu í viðureign Aftureldingar og Selfoss Varmá. Bogdan Dumitrel Ana Gherman er Rúmeni sem búið hefur hér á landi í nokkur ár. Hann hóf að dæma í neðri deildum hér á landi á síðasta tímabili. Áður hafði Bogdan dæmt um árabil í heimalandi sínu og býr þar með að góðri reynslu. 
  • Bergischer HC vann sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í gær þegar það lagði Gummersbach, 33:27, í Schwalbe-Arena í Gummersbach í fimmtu umferð deildarinnar. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Liðið hefur náð þremur stigum út úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú af mörkum Gummersbach-liðsins í leiknum. 
  • Yannick Fraatz, sonur goðsagnarinnar Jochen Fraatz, var markahæstur hjá Bergischer með sjö mörk. Lukas Blohme var markahæstur hjá Gummersbach með fjögur mörk. 
  • Danska liðið Nordsjælland, sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar, tapaði í gær fyrir Skjern, 27:22, í Skjern í upphafsleik 4. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Sterkt lið Skjern sýndi klærnar í síðari hálfleik. Nordsjælland hefur tvö stig að loknum fjórum leikjum og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Skjern í deildinni en áður hafði liðið gert eitt jafntefli en tapað tveimur leikjum. 
  • Þýska meistaraliðið THW Kiel hefur keypt franska markvörðinn Samir Bellahcene frá US Dunkerque og samið við hann til eins árs. Annar franskur markvörður, Vincent Gérard, kom til Kiel í sumar. Hann meiddist skömmu áður en deildarkeppnin hófst og verður frá keppni um óákveðinn tíma. Bellahcene stendur þar með vaktina með tékkneska landsliðsmarkverðinum Tomáš Mrkva næstu vikurnar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -