- Auglýsing -
- Daninn Peter Bredsdorff-Larsen hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun karlalandsliðs Færeyinga. Nýi samningurinn gildir til ársins 2026. Bredsdorff-Larsen tók við þjálfun landsliðsins árið 2021. Honum er ætlað að leiða áframhaldandi uppbyggingu landsliðsins en yngri landslið Færeyinga eru afar lofandi. Færeyingar mæta Rúmenum í undankeppni EM á morgun. Áður en Bredsdorff-Larsen tók við þjálfun færeyska landsliðsins var hann þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg.
- Juan Carlos Pastor hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Egypta í handknattleik karla. Pastor hefur undanfarin áratug þjálfað Pick Szeged en lætur af störfum hjá félaginu í vor. Pastor er þriðji Spánverjinn í röð sem þjálfar karlalandslið Egypta. Forveri hans var Roberto Parrondo og þar á undan var David Davis. Parrondo hætti eftir HM í janúar en hann er einnig þjálfari MT Melsungen í Þýskalandi.
- Rússinn Eduard Koksharov var í gær ráðinn þjálfari Meshkov Brest, meistaraliðs karla í Hvíta-Rússlandi. Koksharov var í síðustu viku sagt upp störfum hjá rússneska meistaraliðinu í kvennaflokki, Rostov Don.
- Vladimir Cupara markvörður Veszprém og samherji Bjarka Más Elíssonar leikur ekki með liðinu næstu fjórar til fimm vikur vegna meiðsla á hægri hönd. Cupara verður örugglega fjarri þegar Veszprém mætir Pick Szeged í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðla í þessum mánuði.
- Auglýsing -