- Auglýsing -
- Johanna Bundsen, markvörður sænska landsliðsins, hefur samið við frönsku meistarana Metz. Hún var hjá HB Ludwigsburg. Bundsen var á dögunum orðuð við þrjú rúmensk lið en þegar á hólminn var komið varð Frakkland ofan hjá Bundsen sem valin var besti markvörður Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
- Norska handknattleikskonan Nora Mørk útilokar ekki að leika með norska landsliðinu á HM í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember. Mørk eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári og hefur leik á ný með Esbjerg í Danmörku komandi leiktíð. Mørk hefur rætt við Ole Gustav Gjekstad nýjan landsliðsþjálfara Noregs. Hún segir hinsvegar að ung dóttir sín ráði mestu þátttökun á HM.
- Ole Gustav Gjekstad landsliðsþjálfari Noregs segist alveg koma til greina að velja Katrine Lunde í landsliðið fyrir HM þótt hún sé ekki samningsbundinn liði um þessar mundir. Lunde hefur tekið að sér vera markvarðaþjálfari hjá norska 2. deildarliðinu Randesund.
- Danska handknattleikskonan Anne Johansen, sem þykir mikið efni, hefur samið við Krim Ljubljana. Johansen hefur síðasta árið verið hjá Ludwigsburg. Johansen er 21 árs gömul.
- Króatísku meistararnir hafa RK Zagreb staðfest að hafa samið við Giorgi Tskhovrebadze, örvhenta georgíska skyttu. Tskhovrebadze var leystur undan samningi hjá Gummersbach fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu RK Zagreb kemur fram að félagið hafi ekki í hyggju að semja við fleiri leikmenn á leiktíðinni nema eitthvað óvænt komi til.
- Auglýsing -