- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bürkle, Daníel, Oddur, N’Guessan, Nahi, Vujović

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Jens Bürkle þjálfari þýska 1. deildarliðsins BalingenWeilstetten hefur verið leystur frá störfum. Liðið rekur lestina í deildinni þegar sex umferðir eru eftir. Í nóvember á síðasta ári var tilkynnt að Bürkle léti af störfum í lok tímabilsins og réri á önnur mið. Í ljósi dapurs gengis liðsins ákváðu stjórnendur félagsins að binda enda á starf Bürkle fyrr en til stóð. 
  • Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með BalingenWeilstetten. Daníel er með samning í ár í viðbót en Oddur flytur heim í sumar og gengur til liðs við Þór Akureyri
  • Franski landsliðsmaðurinn Timothey N’Guessan hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona. Samningurinn er til þriggja ára, fram á mitt árið 2027. N’Guessan hefur leikið með spænska meistaraliðinu í átta ár.
  • Annar franskur landsliðsmaður, Dylan Nahi, hefur framlengt samning sinn við pólska meistaraliðið Industria Kielce til ársins 2028.
  • Veselin Vujović hefur verið sagt upp þjálfarastarfinu hjá RK Nexe í Króatíu eftir rétt tæplega tvo mánuði. Vujović tók við eftir að  Branko Tamše var óvænt sagt upp störfum í lok febrúar.  Vujović gekk þann skamma tíma sem hann var þjálfari Nexe. Eftir jafntefli við Porec á laugardaginn varð að samkomulagi á milli hans og stjórnenda félagsins að rétt væri að leiðir skildu.
  • Vujović er skapmaður mikill og á yfir höfði sé leikbann og sektir vegna framkomu í leikjum þann stutta tíma sem hann var þjálfari Nexe.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -