- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Gérard, Portner, Damgaard, Adzic

Dagur Gautason leikmaður Montpellier. Ljósmynd/Montpellier handball
- Auglýsing -
  • Dagur Gautason lék ekkert með Montpellier í gær þegar liðið vann Limoges, 31:25, í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. Dagur var í leikmannahópi Montpellier. PSG og Chambéry mætast í hinni viðureign undanúrslita í dag. 
  • Evrópumeistarar Barcelona staðfestu í gær að samið hafi verið við franska markvörðinn Vincent Gérard til loka leiktíðar í sumar. Eins og handbolti.is sagði frá á dögunum þá tekur Gérard skóna af hillunni og verður einn þriggja markvarða Barcelona. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas sleit krossband í febrúar. 
  • Áfram herja meiðsli á herbúðir þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Nikola Portner, markvörður, og Michael Damgaard geta ekki tekið þátt í leik Magdeburg við HC Erlangen á heimavelli. Portner meiddist í leik við Leipzig á síðasta sunnudag. Nokkrum dögum áður heltist Daninn úr lestinni. 
  • Dragan Adzic hefur verið ráðinn þjálfari ungverska kvennaliðsins Mosonmagyarovar KC. Adzic gerði garðinn frægan sem þjálfari landsliðs Svartfjallalands um árabil með frábærum árangri. M.a. varð Svartfjallaland Evrópumeistari 2012.
  • Einnig var Adzic þjálfari Buducnost um árabil með afbragðsárangri. Síðast var hann þjálfari kvennalandsliðs Slóveníu frá 2021 þangað til á þessu ári. Samhliða þjálfari Adzic Krim Ljubljana frá 2022 fram á síðasta ár.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -