- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Róbert, Grijseels, Gensheimer

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -
  • Dagur Gautason skoraði eitt mark þegar lið hans ØIF Arendal vann Sandnes, 35:28, í 23. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Vår Energi Arena Sandneshallen. ØIF Arendal var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Liðið er áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 34 stig, fimm stigum á eftir Elverum sem er í öðru sæti. Kolstad er efst sem fyrr með 43 stig. 
  • Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen sitja í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Degi og samherjum. Róbert, sem á rætur að rekja til Akureyrar eins og Dagur lék með Drammen í gær þegar liðið vann Bergen Håndball, 32:30, í Drammenshallen. Róbert var ekki á meðal þeirra sem skoraði. Hinn hálf íslenski, Viktor Petersen Norberg skoraði þrjú af mörkum Drammenliðsins. Viktori var einu sinni vikið af leikvelli. 
  • Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér
  • Þýska landsliðskonan Alina Grijseels yfirgefur franska meistaraliðið Metz í sumar, ári áður en samningur hennar átti að renna út. Grijseels samdi við Metz á síðasta ári en hefur ekki líkað vistin og komst að samkomulagi við forráðamenn félagsins um að verða leyst undan skyldum sínum í sumar. Grijseels segir óvíst með hvaða liði hún tekur upp þráðinn á næsta tímabili. Hún var í níu ár hjá Dortmund áður en Metz kom til sögunnar. 
  • Uwe Gensheimer er byrjaður að æfa með Rhein-Neckar Löwen á nýjan leik. Hann hefur verið frá keppni í nærri ár og gekkst á síðasta sumri undir aðgerð á hné. Gensheimer er 37 ára gamall er sjötti markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi. Hann hefur skorað 2.434 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -