- Auglýsing -
- Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 10 mörk í stórsigri Volda á Storhamar 2 á heimavelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær, 28:16. Volda er ásamt fleiri liðum með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.
- Dana Björg er í íslenska landsliðinu sem kemur saman til æfinga í dag fyrir vináttuleik við Danmörku á laugardaginn í Frederikshavn. Æfingarnar í vikunni og leikurinn við Dani er fyrsti liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir HM sem hefst í Þýskalandi og Hollandi 26. nóvember.
- Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar nýliðar HC Oppenweiler/Backnang töpuðu, 36:20, fyrir Tusem Essen í gær í 2. deild þýska handknattleiksins. HC Oppenweiler/Backnang er í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir þrjár viðureignir.
- Birta Rún Grétarsdóttir var ekki á meðal þeirra leikmanna Fjellhammer sem skoraði í gær þegar liðið tapaði, 32:25, á heimavelli fyrir Gjerpen í norsku úrvalsdeildinni. Fjellhammer, sem kom upp í úrvalsdeildina í vor, rekur lestina með eitt stig eftir þrjár umferðir.