- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dánjal, Bjarki, Reichamann, dómarar á síðustu leikjum EM

Frá kappleik í Lanxess Arena. Þar verður leikið til undanúrslita á EM karla í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson sem kvaddi ÍBV um síðustu áramót eftir hálft þriðja ár með liðinu hefur gengið til liðs við VÍF Vestmanna í heimalandi sínu. Dánjal lék sinn fyrsta leik fyrir VÍF í fyrrakvöld og skoraði sex mörk þegar liðið vann Team Klaksvík, 32:22, í Klaksvík. VÍF er efst í úrvalsdeild karla í Færeyjum með 18 stig eftir 11 leiki. 
  • Bjarki Finnbogason skoraði eitt mark þegar lið hans Anderstorps vann langþráðan sigur í botnbaráttu næstu efstu deildar sænska handknattleiksins í gærkvöld. Anderstorps lagði gamla veldið, Drott frá Halmstad, 27:26, á heimavelli. Anderstorps fór, a.m.k. tímabundið, upp í 10. sæti úr því 13. með þessum sigri. Liðin í kring eiga leik til góða. Drott situr í sjötta sæti.
  • Þýski handknattleiksmaðurinn Tobias Reichmann hefur samið við Rhein-Neckar Löwen út leiktíðina. Reichmann ætlar að hlaupa undir bagga vegna meiðsla Patrick Groetzki sem meiddist skömmu áður en Evrópumótið hófst. Útlit er fyrir að Groetzki verði frá keppni um tíma. Reichmann, sem er 36 ára gamall og var í sigurliði Þýskalands á EM 2016, hafði rifað seglin á handboltavellinum og lék m.a. með Emsdetten í 3. deild á síðasta tímabili. 
  • Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður Makedóníu dæma undanúrslitaleik Frakka og Svía á Evrópumóti karla í handknattleik í Köln í kvöld. 
  • Slóvenarnir Bojan Lah og David Sok dæma hinn undanúrslitaleik EM, milli Dana og Þjóðverja, sem einnig fer fram í Lanxess Arena í Köln. Það kemur síðan í hlut Þjóðverjanna Robert Schulze og Tobias Tönnies að dæma leik Slóvena og Ungverja um fimmta sætið sem hefst klukkan 14 í dag.
  • Undanúrslitaleikur Frakka og Svía á EM í dag hefst klukkan 16.45 en viðureign Þjóðverja og Dana klukkan 19.30. RÚV sendir leikina út.
  • Svartfellingarnir Ivan Pavicevic og Milos Raznatovic, sem dæmdu viðureign Íslands og Austurríkis, á miðvikudaginn hafa verið settir á bronsleik EM á sunnudaginn. Andreu Marín Lorente og Ignacio Garcia Serradilla frá Spáni hafa verið settir dómarar á úrslitaleik Evrópumótsins. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -