- Auglýsing -
- Franski landsliðsmarkvörðurinn Cléopâtre Darleux ætlar ekki að endurnýja samning sinn við meistaraliðið Metz. Núverandi samninguri rennur út í sumar. Emmanuel Mayonnade þjálfari Metz sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti. Darleux hefur ekki sagt frá framtíðaráformum sínum en talið er sennilegast að hún ætli að leggja skóna á hilluna góðu. Darleux var lengi frá keppni vegna höfuðhöggs.
- Hin þrautreynda norska landsliðskona Heidi Løke heldur ekki áfram að leika með Larvik þegar núverandi samningur hennar rennur út í lok keppnistímabilsins. Løke, sem er 42 ára, segir samninginn sem félagið hefur boðið henni ekki vera viðunandi.
- Hinn gamalreyndi slóvenski handknattleiksmaður, Marko Bezjak, kveður HC Erlangen í Þýskalandi í sumar og flytur til heimalandsins. Hann tekur við þjálfun RK Jeruzalem Ormoz sem Haukar lögðu í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar febrúar. Sasa Prapotnik sem þjálfaði RK Jeruzalem Ormoz þegar liðið kom hingað til lands var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði. Bezjak lék sín bestu ár með Magdeburg, frá 2013 til 2023.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -