- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dolenec, Erlingur, Fabregas, Markussen, Diocou

Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Jure Dolenec skoraði 12 mörk fyrir landslið Slóvena þegar það lagði tyrkneska landsliðið, 30:22, í Eskisehir í  Tyrklandi í gær.  Slóvenar eru efstir í 5. riðli en  í honum er mikil spenna. Hollendingar eru tveimur stigum á eftir og Pólverjar í þriðja sæti á eftir Hollendingum sem leika undir  stjórn Erlings  Richardssonar, Eyjamanns.  Erlingur og lærisveinar sækja Tyrki heim á morgun.  Tvær umferðir eru eftir í 5. riðli en líklegt að eitt af þeim liðum sem verða með bestan árangur í þriðja sæti verði úr þessum riðli. Fjögur af liðunum átta sem hafna í þriðja sæti undanriðlanna tryggja sér einnig farseðilinn í lokakeppni EM á næsta ári. 
  • Ludovic Fabregas  og Kentin Mahe voru markahæstir í franska landsliðinu gær þegar það vann landslið Grikklands, 40:31, í Aþenu í 2. riðli undankeppni EM í handknattleik í gærkvöld. Frakkar eru í öðru sæti í riðlinum og er svo gott sem öruggir áfram en þeir eiga eftir einn leik á heimavelli við Grikki. Efthimios Iliopoulos var markahæstur í gríska liðinu með sjö mörk.
  • Danski handknattleiksmaðurinn Nikolaj Markussen yfirgefur ungverska meistaraliðið Veszprém í sumar og gengur til liðs við Team Tvis Holstebro í  heimalandinu. Markussen hefur ekki náð sér á strik í Ungverjalandi og hefur reyndar ekki sýnt sitt rétta andlit á handknattleiksvellinum um árabil. Hann hefur verið af og til í danska landsliðinu síðustu 11 ár. 
  • Hermt er að Mamadou Diocou, hægri hornamaður Barcelona, yfirgefi Katalóníuliðið í sumar og verði liðsmaður Montpellier í Frakklandi á næstu leiktíð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -