- Auglýsing -
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC þegar liðið tapaði með fimm marka mun í heimsókn til granna sinni í Montpellier, 36:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Donni lék með í 16 mínútur. Hann hefur glímt við meiðsli öxl og misst af nokkrum leikjum af þeirra ástæðu. Stöðuna í frönsku 1. deildinni er að finna hér ásamt fleiri stöðutöflum í evrópskum handknattlelik.
- Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki fyrir VfL Lübeck-Schwartau þegar liðið vann Elbflorenz, 31:29, á heimavelli í gær í viðureign liðanna í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Örn átti eitt markskot sem geigaði auk þess að eiga eina stoðsendingu. VfL Lübeck-Schwartau situr í 12. sæti af 18 liðum 2. deildar eins og sjá má hér.
- Bjarki Finnbogason fyrrverandi leikmaður HK skoraði tvö mörk fyrir Anderstorps SK, 32:25, fyrir IFK Ystads HK, 32:25, í sænsku 1. deildinni, Allsvenskan, í gær. Anderstorps SK er í áttunda sæti af 14 liðum deildarinnar með 12 stig þegar 13 umferðir af 26 er lokið.
- Þýski handknattleiksmaðurinn Uwe Gensheimer ætla að leggja keppnisskóna á hilluna næsta sumar. Hann, sem er einn af betri vinstri hornamönnum síðari ára, er orðinn 37 ára gamall og hefur glímt við meiðsli í seinni tíð. Gensheimer lék með Rhein-Neckar Löwen frá 2003 til 2016 og aftur frá 2019. Á árunum 2016 til 2019 hann leikmaður PSG.
- Þegar ferlinum lýkur þá tekur Gensheimer við starfi íþróttastjóra hjá sínu kæra félagi, Rhein-Neckar Löwen.
- Auglýsing -