-Auglýsing-

Molakaffi: Einar, Arnór, Boldsen, Møller

- Auglýsing -
  • Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk í átta skotum í sjö marka sigri IFK Kristianstad á nágrannaliðinu, HF Karlskrona, 36:29, á heimavelli í gær.
  • Arnór Viðarsson skoraði einnig tvisvar fyrir Karlskrona-liðið en þurfti þrjú markskot til þess.
  • IFK Kristianstad er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir þrjá leiki líkt og Hammarby. Malmö er efst með átta stig eftir fjórar viðureignir.
  • HF Karlskrona situr í níunda sæti með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. 
  • Danski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Joachim Boldsen, hefur opinberað að hann þjáist af slitgigt. Boldsen er aðeins 47 ára gamall og var um árabil einn þekktast handknattleiksmaður Dana og var m.a. í sigurliðinu á EM 2008. Alls lék Boldsen 186 landsleiki á 10 ára tímabili, 1998 til 2008.
  • Þýska handknattleiksliðið Flensburg tilkynnti á laugardaginn að danski landsliðsmarkvörðurinn Kevin Møller yfirgefi félagið næsta sumar. Møller hefur í hyggju að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, GOG á Fjóni næsta sumar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -