- Auglýsing -
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og félagar hennar í Aarhus Håndbold töpuðu í gær fyrir Silkeborg-Voel, 32:25, á heimavelli í 7. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna stóð í marki Aarhus Håndbold um það bil hálfan leikinn og varði sex skot, 27%. Þar af varði Elína Jóna eitt vítakast. Aarhus Håndbold situr í 12. sæti af 14 liðum úrvalsdeildar með fjögur stig að loknum sjö leikjum.
- Ekki nægði sænska liðinu Kristianstad HK að vinna Önnereds með fjögurra marka mun, 29:25, í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í kvennaflokki á mánudagskvöldið. Önnereds vann fyrri viðureignina með átta marka mun, 38:30.
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad. Berta Rut Harðardóttir skoraði ekki að þessu sinni. Báðar eru væntanlegar til landsins með Kristianstad HK-liðinu fyrir vikulokin vegna viðureignar Vals og Kristianstad HK í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 16.30 á laugardag.
- Auglýsing -