- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elvar, Ágúst, Sigurjón, vináttuleikir, höfuðhögg

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar í jafntefli Ribe-Esbjerg á heimavelli í gær í leik við Mors-Thy, 37:37, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Mads Svane Knudsen jafnaði metin fyrir Mors-Thy þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.
  • Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot af 15 í marki Ribe-Esbjerg þann tíma sem hann var í marki liðsins.
  • Ribe-Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir með 10 stig. Grindsted og Kolding eru fyrir neðan með átta stig hvort. Eitt lið fellur úr deildinni í vor. TMS Ringsted, sem Valsarinn Ísak Gústafsson gengur til liðs við í sumar, er í 11. sæti með 16 stig.
  • Sigurjón Guðmundsson varði 7 skot af 23 þann tíma sem hann var í marki Charlottenlund í gær þegar liðið vann Viking TIF, 34:26, á útivelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær Charlottenlund er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eftir 21 leiki.
  • Danir unnu Norðmenn í vináttulandsleik á fjögurra þjóða móti í Hollandi í gær, 29:26. Um var að ræða fyrsta landsleik norska landsliðsins eftir Ole Gustav Gjekstad tók við þjálfun af Þóri Hergeirssyni. Gjekstad er ennþá þjálfari hjá Odense Håndbold samhliða landsliðsþjálfarastarfinu en hættir hjá danska liðinu í sumar.
  • Nokkra öfluga leikmenn vantaði í bæði lið. M.a. var Henny Reistad ekki með norska landsliðinu og Helena Elver og Mie Højlund voru t.d. ekki með danska landsliðinu.
  • Hollendingar unnu Pólverja á mótinu í Hollandi í gær, 26:22.
    Fleiri vináttuleikir í handknattleik kvenna voru á dagskrá í gær. Spánverjar lögðu Argentínukonur, 28:25, og Frakkar unnu Þjóðverja, 28:25.
  • Leik Svía og Rúmena í Nyköping var hætt þegar nokkrar mínútur voru eftir vegna þess að tveir leikmenn rúmenska liðsins rákust saman og fékk annar, Sorina Grozav, mjög þungt höfuðhögg. Ekki hafa borist staðfestar fregnir af heilsu Grozav í morgunsárið en hún var sögð í gærkvöld hafa verið með meðvitund er hún var flutt úr keppnishöllinni og á sjúkrahús.
  • Svíar voru yfir, 36:28, þegar leik var hætt en þá voru fimm mínútur eftir af leiktímanum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -