- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Entrerrios, Bolea, Kühn, Rebmann, Kireev

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Einn af þekktari handknattleiksmönnum Spánar á síðari árum, Alberto Entrerrios, líkar vel lífið við þjálfun í Frakklandi. Hann tók við þjálfun 2. deildarliðsins Limoges fyrir tveimur árum og þótt liðið hafi siglt lygnan sjó um miðja deild í vetur hefur Entrerrios skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Nú skal herða róðurinn á næstu leiktíð og fara upp í 1. deild.
  • Spænski handknattleiksmaðurinn Fernando Bolea er látinn 59 ára að aldri. Hann lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði í þeim 100 mörk. M.a. var Bolea í handknattleikslandsliði Spánar á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona. Bolea lék lengi með Bidasoa og var m.a. samherji Alfreðs Gíslasonar. Síðar lék Bolea undir stjórn Alfreðs hjá Hameln. Þegar kveðjuleikur Alfreð Gíslasonar fór fram í Kiel fyrir fimm árum eftir að hann hætti þjálfun liðsins var Bolea einn af stjórnendum stjörnuliðs Alfreðs í leiknum.
  • Eftir að leikmannaferlinum lauk var Bolea þjálfari hjá spænskum og ítölskum félagsliðum. Bolea greindi frá því fyrir tveimur árum að hann væri með Alzheimer.
  • Nýliðar Bietigheim í þýsku 1. deildinni í karlaflokki halda áfram að styrkja sveit sín fyrir átökin framundan er liðið vann 2. deild í vor. Þýski landsliðsmaðurinn Julius Kühn hefur gengið til liðs við félagið á síðustu dögum og eins Daniel Rebmann markvörður frá Gummersbach.
  • Rússneski markvörðurinn Viktor Kireev er farinn frá Füchse Berlin. Kireev, sem er 35 ára gamall, hefur samið við St. Petersburg í heimalandi sínu. Kireev lék með liðinu um árabil áður en hann reyndi fyrir sér utan heimalandsins. Dmitri Torgovanov er ennþá þjálfari Pétursborgarliðsins.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -