- Spánverjinn Jota Gonzalez tekur við þjálfun karlaliðs Benfica í handknattleik af landa sínum Chema Rodriguez sem hætti um liðna helgi. Gonzalez er bróðir Raúl Gonzalez þjálfara Frakklandsmeistara PSG. Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia mun vera á leiðinni til Benfica og leikur þar með undir handleiðslu Gonzalez.
- Linus Ekman aðstoðarþjálfari karlaliðs IK Sävehof tekur við sem aðalþjálfari liðsins að ári liðnu þegar Michael Apelgren lætur af störfum og færir sig um set og verður þjálfari Pick Szeged í Ungverjalandi.
- Þýski línumaðurinn Evgeni Pevnov hefur samið við Fredericia HK til næstu tveggja ára og verður þar með lærisveinn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Pevnov fæddist í Rússlandi fyrir 34 árum en hefur búið í Þýskalandi um árabil og á m.a. 18 landsleiki fyrir þýska landsliðið. Pevnov var síðast í herbúðum Hannover-Burgdorf.
- Norska lansliðskonan Kristine Breistøl hefur samið við ungverska meistaraliðið Györ frá og með sumrinu 2024. Breistøl lýkur samningi sínum hjá Danmerkurmeisturum Esbjerg. Stórskyttan norska samdi við Györ til tveggja ára.
- Auglýsing -