- Auglýsing -
- Lettinn Raivis Gorbunovs sem lék um skeið með Herði á Ísafirði hefur samið við þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz til tveggja ára. Eftir að Gorbunovs hvarf frá Herði haustið 2021 var hann með Bergsøy í neðri deildum norska handknattleiksins þangað til í vor að samningur hans rann út.
- Rússneska handknattleikskonan Anna Vyakhireva sem norska liðið Vipers Kristiansand seldi í vikunni til Brest í Frakklandi í vikunni er ákaflega vonsvikin yfir hvernig málum er komið. Hún segir farið með sig eins og minjagrip sem seldur er til fjáröflunar. Ástæða sölunnar er þröngur fjárhagur Vipers Kristiansand sem var nærri gjaldþroti í vetur. Salan á rússnesku stórstjörnunni mun bjarga fjárhag félagsins, grynnka á skuldum og draga talsvert úr launakostnaði.
- Norska karlalandsliðið hefur sett stefnuna á sæti í undanúrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Jonas Wille vonast til að þrír góðir sigrar í forkeppni Ólympíuleikanna í mars hafi verið upptaktur fyrir leikana.
- Eins og alltaf þá eru orðrómur uppi um skipti leikmanna milli félagsliða í Evrópu um þessar mundir. M.a. er hermt að Dominik Mathé ætli að kveðja Indurstria Kielce og ganga til liðs við Montpellier. Einnig er því haldið fram að króatíski landsliðsmaðurinn Zvonimir Srna hafi í hyggju að yfirgefa Zagreb og semja við Montpellier.
- Danski handknattleiksþjálfarinn Stefan Madsen staðfesti í gær að hann hafi samið við Al Ahly til næstu tveggja ára. Madsen tekur við þjálfun egypsku meistaranna á næstu dögum. Samningurinn er til tveggja ára. Fjölskylda Madsen flytur ekki með honum til Kaíró.
- Auglýsing -