- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vyakhireva seld fyrir metfé frá Vipers til Brest – sumarleyfið ónýtt

Anna Vyakhireva hefur snúið á andstæðinga sína í leik með Vipers. Leikirnir fyrir norska meistaraliðið verða ekki fleiri. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Franska handknattleiksliðið Brest Bretagne hefur keypt rússnesku handknattleikskonuna Önnu Vyakhireva frá norsku meisturunum Vipers Kristiansand fyrir metfé, alltént þegar kvenkyns handknattleiksmaður á í hlut. Kaupverðið er 170.000 evrur, jafnvirði liðlega 25 milljóna króna, eftir því sem m.a. kemur fram á vef TV2 í Noregi og þar sem vitnað er í Fædrelandsvennen þar sem Vyakhireva segir fregnirnar af sölunni hafa eyðilagt sumarleyfið.

Hin örvhenta Vyakhireva þykir ein allra snjallasta handknattleikskona heims og því um búhnykk að ræða fyrir lið Brest sem staðið hefur í skugga meistaraliðsins Metz undanfarin ár.

Á vef TV2 í Noregi er vitnað í Fædrelandsvennen þar sem fram kemur að Vipers hafi ekki getað neitað tilboðinu. Félagið er tilneytt að draga úr útgjöldum. Fram kom í vetur að félaginu væri þröngur stakkur skorinn í fjármálum þrátt fyrir velgengni á handknattleiksvellinum.

50 milljóna sparnaður

Ennfremur kemur fram að sparnaður Vipers nemi um 4 milljónum nkr á ári, um 52 milljónum íslenskra, með sölunni á Vyakhireva, að því tilskyldu að enginn leikmaður komi í staðinn.

Vyakhireva, sem er 29 ára gömul, á að fylla skarðið sem landa hennar, Valeria Maslova, skildi eftir sig við flutning til FTC í Ungverjalandi eftir síðustu leiktíð.

Afar sigursæl

Vyakhireva var í silfurliði Rússa á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum og úrvalsliði leikanna auk þess að vera í sigurliði Rússa á ÓL 2016. Þá var hún í sigurliði Rostov Don í Meistaradeild Evrópu 2019 og vann til viðbótar sömu keppni með Vipers vorið 2023. Vyakhireva átti sæti í úrvalsliði Meistaradeildar Evrópu þegar leiktíðin var gerð upp á dögunum auk þess að verða markahæst með 114 mörk svo fáeins sé getið af sigursælum ferli Vyakhireva.

Eftir Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum tók Vyakhireva sér nokkurra mánaða hlé frá handknattleik til þess að ná áttum á nýjan leik eftir að hafa fengið sig fullsadda á íþróttinni. Hún mætti sterkari en nokkru sinni fyrr að loknu fríinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -