- Auglýsing -
- Grétar Ari Guðjónsson markvörður og hans liðsfélagar í AEK Aþenu og liðsfélagar unnu Kilkis, 35:23, í gær í 5. umferð grísku 1. deildarinnar í handknattleik. Með sigrinum færðist AEK upp á hlið Olympiakos í efsta sæti deildarinnar. Hvort lið hefur 10 stig. Engar upplýsingar er að fá um frammistöðu Grétars Ara í leiknum.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk í níu skotum í sex marka sigri Amo HK á Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, 40:34. Leikið var á heimavelli Önnereds í Gautaborg. Með sigrinum færðist Amo HK upp í sjötta sæti deildarinnar en Önnereds sem var í sjötta sæti fyrir leikinn hrökk niður í áttunda sæti þegar átta leikjum er lokið.
- Tobias Klisch og Volker Blumenschein hafa verið ráðnir þjálfarar þýska 2. deildarliðsins HC Oppenweiler/Backnang sem Tjörvi Týr Gíslason leikur með. Þeir taka við af Stephan Just sem leystur var frá störfum á mánudaginn.
- Nedim Remili hefur endurnýjað samning sinn við ungverska liðið One Veszprém til ársins 2029. Nýi samningurinn tekur gildi á næsta ár. Luka Cindric skrifaði einnig undir nýjan samning nýverið við One Veszprém til ársins 2028. Thiagus Petrus, sem kom til félagsins í sumar, hefur lengt veru sína hjá félaginu til ársins 2027.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -