- Auglýsing -
- Marko Grgić hefur skrifað undir þriggja ára samning við Flensburg. Samningurinn tekur gildi sumarið 2026. Grigić er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar. Hann er 21 árs gamall og hefur leikið síðustu þrjú ár með Eisenach. Fjallað var um Grgić á handbolti.is á dögunum.
- Þýski handknattleiksmaðurinn Matthias Musche gekkst undir aðgerð í gær en hann sleit hásin í leik með SC Magdeburg gegn One Veszprém í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku. Í tilkynningu frá Magdeburg í gær kemur fram að stefnt sé á að vinstri hornamaðurinn leiki á ný með liði félagsins í byrjun febrúar á næsta ári.
- Spánverjinn Iker Romero hefur verið ráðinn þjálfari austurríska karlalandsliðsins í handknattleik til næstu þriggja ára. Hann tekur við í sumar af Ales Pajovic sem er að renna út á samningi og er auk þess að vera þjálfari Flensburg síðan í febrúar. Romero heldur áfram að þjálfa þýska liðið Bietigheim samhliða starfi sínu hjá austurríska handknattleikssambandinu.
- Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster og leikmaður Gummersbach hefur samið við THW Kiel til fjögurra ára frá og með sumrinu 2026.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -