- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Grijseels, Flippers, Nusser, Dunarea Braila, Evrópudeildirnar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Þýska landsliðskonan Alina Grijseels hefur samið við rúmenska meistaraliðið CSM Búkarest. Grijseels flytur til Búkarest í sumar þegar eins árs dvöl hennar hjá Metz verður lokið. 
  • Franska landsliðskonan  Laura Flippes yfirgefur CSM Búkarest í sumar og flytur til Metz í Frakklandi. Hún hefur samið við franska liðið til þriggja ára. 
  • Fleiri handknattleikskonur standa í flutningum í sumar. Hollenska landsliðskonan Larissa Nusser hefur samið við Vipers Kristiansand. Hún er að ljúka þriggja ára veru sinni hjá Odense Håndbold
  • Rúmenska liðið H.C. Dunarea Braila, sem vann Val í forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í haust, er komið í undanúrslit keppninnar.  H.C. Dunarea Braila vann króatíska meistaraliðið HC Podravka Vegeta öðru sinni í átta liða úrslitum á sunnudaginn, 26:25, á heimavelli. Dunarea Braila  vann fyrri leikinn í Króatíu með sex marka mun.
  • Auk Dunarea Braila er annað rúmenskt lið í undanúrslit, CS Gloria 2018 BN í undanúrslitum til viðbótar við Nantes frá Frakklandi og Storhamar frá Noregi. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar sem vann Thüringen í tvígang í átta liða úrslitum eins og handbolti.is sagði frá á laugardaginn.
  • Leikið verður í undanúrslitum og til úrslita í Evrópudeild kvenna í Graz í Austurríki 11. og 12. maí. Dregið verður í undanúrslit í dag.
  • Fyrsta umferð útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla fer fram fram í kvöld með fjórum leikjum. Síðari umferðin verður eftir viku. Sigurliðin fjögur öðlast sæti í átta liða úrslitum og mæta sigurvegurum úr fjórum riðlum sextán liða úrslita.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Kadetten Schaffhausen taka á móti Füchse Berlin í kvöld, HannoverBurgdorf þar sem Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari mætir Svíþjóðarmeisturum IK Sävehof sem Tryggvi Þórisson leikur með. Ýmir Örn Gíslason verður með Rhein-Nekcar Löwen í heimsókn til RK Nexe í Króatíu. Fjórði leikur kvöldsins verður á milli Dinamo Búkarest og Bjerringbro/Silkeborg
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -