- Auglýsing -
- Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska liðinu Fredericia HK endurheimtu annað sæti úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með afar öruggum sigri á Grindsted GIF, 34:22, í 9. umferð deildarinnar.
- Arnór Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Fredericia HK. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði einnig eitt mark. Þeir félagar áttu eitt skot hvor sem missti marks.
- Fredericia HK hefur 14 stig eftir níu leiki eins og Bjerringbro/Silkeborg. Aalborg Håndbold er einu stigi á eftir. GOG er efst með 17 stig úr níu viðureignum. Annars er stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks að finna hér.
- Ýmir Örn Gíslason fyrirliði Göppingen og liðsfélagar töpuðu fyrir Eisenach með tíu marka mun, 35:25, áttundu umferð þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Eisenach. Ýmir Örn skoraði tvö mörk og var einu sinni vikið af leikvelli.
- Ýmir Örn hefur tekið talsvert meira þátt í sóknarleiknum hjá Göppingen en hann gerði áður hjá Rhein–Neckar Löwen.
- Göppingen er í 13. sæti af 18 liðum í þýsku 1. deildinni. Annars er stöðuna í þýsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks að finna hér.
- Auglýsing -