- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gunnar, Óðinn, Aðalsteinn, Aldís, Jóhanna, Tryggvi, Steinunn, Axel

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Gunnar Valur Arason þjálfari Fjölnis/Fylkis í Grill 66-deild kvenna var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Gunnar Valur hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Gróttu og Fjölnis/Fylkis í Grill 66 deild kvenna á fimmtudaginn fyrir viku. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a).  Gunnar Valur tekur út leikbann í kvöld þegar Fjölnir/Fylkir tekur á móti ungmennaliði Vals í Dalhúsum
  • Mál fjögurra leikmanna úr Grill 66-deild karla voru tekin fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Allir sluppu þeir við leikbann en athygli þeirra vakin á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann CS Chênois Genève Handball með miklum yfirburðum, 37:20, í átta liða úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Genf. Kadetten hafði yfirburði í leiknum og var með 14 marka forskot, 23:9, að loknum fyrri hálfleik. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten
  • Eftir fjóra sigurleiki í röð þá tapaði Skara HF í heimsókn til Skuru IK í viðureign liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld, 24:22.  Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk fyrir Skara og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eitt.  Skara er í sjöunda sæti af 12 liðum deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki.  Skuru er í fjórða sæti. 
  • Tryggvi Þórisson var í leikmannahópi Sävehof í gær þegar liðið vann HK Malmö, 31:25, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni. Sävehof situr í öðru sæti deildarinnar með 32 stig eftir 19 leiki, er tveimur stigum á eftir IFK Kristianstad sem vann Önnereds, 40:28, í Gautaborg í gærkvöld. 
  • Steinunn Hansdóttir skoraði fjögur mörk og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hennar Skanderborg Håndbold tapaði fyrir Team Esbjerg með 14 marka mun, 34:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Skanderborg Håndbold er næst neðst í deildinni með fimm stig eftir 17 umferðir af 24.
  • Storhamar vann stórsigur á Romerike Ravens, 33:20, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki í gærkvöld. Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar sem er í öðru sæti deildarinnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -