- Auglýsing -
- Hákon Daði Styrmisson er í liði 26. umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í kjölfar stórleiks með Eintracht Hagen í sigri á VfL Lübeck-Schwartau, 37:31, í 2. deild þýska handknattleiksins á skírdag. Eyjamaðurinn skoraði 17 mörk í 20 skotum í leiknum. Þetta er í annað sinn í síðustu þremur umferðum sem Hákon Daði er í liði umferðarinnar. Hann er í 12. sæti á lista markahæstu leikmanna deildarinnar með 121 mark í 26 leikjum. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu þremur leikjum.
- Dagur Gautason er í liði marsmánaðar í norsku úrvalsdeildinni. Dagur, sem leikur ØIF Arendal, hefur leikið afar vel með liðinu á leitíðinni. Til að undirstrika það má m.a. nefna að þetta er í fjóða sinn á leiktíðinni sem Dagur er í liði mánaðarins en liðið var kynnt í sjöunda sinn í gær.
- Maria Pálsdóttir Nólsoy varð í gær að draga sig út í færeyska landsliðinu í handknattleik kvenna vegna fingurbrots. Í hennar stað var Natasja Hammer fyrrverandi leikmaður Hauka kölluð inn í landsliðið. Færeyingar mæta Svíum í Þórshöfn í kvöld og íslenska landsliðinu á Ásvöllum á sunnudaginn. Báðir leikir eru í undankeppni Evrópumótsins.
- Spánverjinn Carlos Ortega, sem er þjálfari Barcelona, tekur tímabundið við þjálfun japanska landsliðsins í handknattleik karla eftir að Dagur Sigurðsson sagði starfi sínu lausu í byrjun febrúar. Ortega stýrir undirbúningi japanska landsliðsins fyrir Ólympíuleikanna í París og verður jafnframt með liðið á leikunum sem fram fara frá 25. júlí til 11. ágúst. Í tilkynningu frá Barcelona í morgun segir að Ortega nýti sumarleyfi hjá félaginu til að taka að sér þjálfun japanska landsliðsins.
- Patrick Cazal þjálfari landsliðs Túnis í handknattleik karla og aðstoðarþjálfarinn Wissem Hmam var gert að taka pokann sinn í gær. Cazal, sem fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, hefur stýrt landsliðið Túnis í tvö ár í samstarfi við Hmam. Árangurinnsíðustu tvö ár hefur verið undir væntingum. Hmam aðstoðarþjálfari er þekktasti handknattleiksmaður Túnis og varð m.a. markakóngur HM 2005. Eftir því sem fram kom í tilkynningu í gær ætla Túnisbúar að ráða heimamann í starf landsliðsþjálfar í staðinn fyrir Gazal.
- Auglýsing -