- Auglýsing -
- Norska landsliðskonan Ane Høgseth hefur gengið til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Ikast frá nýkrýndum bikarmeisturum Storhamar í Noregi. Høgseth verður á leigusamningi hjá Ikast til loka leiktíðar í vor þegar hún skrifar um samning til lengri tíma og verður formlega liðskona Ikast sem situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ikast er einnig eitt sextán liða í riðakeppni Evrópudeildar sem hefst um aðra helgi. Høgseth vann Evrópudeildina með Ikast á síðasta vori.
- Ikast er ekki eina danska úrvalsdeildarliðið sem sótt hefur liðsauka fyrir síðari hluta keppnistímabilsins. Meistarar Esbjerg hafa samið við hollensku handknattleikskonurnar Juith van der Helm og Sarah Dekker. Van der Helm kemur frá VOC Amsterdam en Dekker lék með Bensheim/Auerbach í þýsku 1. deildinni fram til nýliðanna áramóta. Báðar skrifuðu undir eins og hálfs árs samning við danska meistaraliðið.
- Uppstokun verður á leikmannahópi Esbjerg í sumar. Mette Tranborg, Kaja Kamp, Kathrine Heindahl og Amalie Milling fá ekki nýja samninga eftir því sem félagið sagði frá á milli jóla og nýárs. Helene Kindberg bætist hinsvegar í hópinn hjá Esbjerg í sumar. Hún kemur til félagsins frá København Håndbold.
- Auglýsing -