- Auglýsing -
- Ísak Steinsson varði sex mörk, 30%, þegar Drammen vann nauman sigur á Halden á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Halden var yfir í hálfleik, 16:12. Ísak og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst að snúa leiknum sér í hag og komast þremur mörkum yfir, 28:25, skömmu fyrir leikslok.
- Drammen HK er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 10 leiki, sex stigum á eftir Elverum sem er efst en hefur lokið 11 leikjum. Kolstad er í öðru sæti með 16 stig en á tvo leiki inni á toppliðið.
- Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH varði tvö skot, 10%, í marki Sandefjord þegar liðið tapaði fyrir grannliðinu, Runar, 35:29, í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Sandefjord, sem er nýliði í deildinni, er í 11. sæti með sjö stig eftir 10 leiki.
- Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK töpuðu sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu í Grikklandi í gær. AEK tapaði fyrir PAOK í heimsókn til Þessalóníku, 29:27.
- AEK og Olympiakos eru í tveimur efstu sætum deildarinnar með 16 stig að loknum níu umferðum. PAOK er tveimur stigum á eftir.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -


